Lífið

Susan Boyle mætti aftur með stæl og núna fékk hún gullhnappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Susan Boyle árið 2009 og síðan árið 2019.
Susan Boyle árið 2009 og síðan árið 2019.

Það muna eflaust margir eftir söngkonunni Susan Boyle sló í gegn í skemmtiþáttunum Britain´s Got Talent árið 2009. Hún mætti í áheyrnaprufu og kom heimsbyggðinni heldur betur á óvart með flutningi sínum.

Boyle kom öllum á óvart þegar hún mætti í hæfileikaþáttinn Britain´s Got Talent og hóf upp engilfagra raust sína en til að byrja með héldu margir að um furðufugl væri að ræða en Boyle hafnaði í öðru sæti í þáttunum fyrir tíu árum. Lífið breyttist sannarlega við þátttöku hennar en í dag er söngkonan metin á tæplega fimm milljarða íslenskra króna.

Nú er hún aftur á móti mætt aftur í Talent og að þessu sinni er það þátturinn America´s Got Talent: The Champions. Þættirnir hófu göngu sína á NBC 7. janúar og taka aðeins keppendur þátt sem hafa annað hvort unnið Talent keppni eða komist í úrslit.

Boyle tók lagið Wild Horses og var flutningur hennar óaðfinnanlegur. Dómarar að þessu sinni eru þau Simon Cowell, Heidi Klum, Mel B og Howie Mandel. Kynnir er Terry Crews.

Flutningurinn var það góður að Mel B gat ekki annað gert en að ýta á gullhnappinn fræga.

Hér að neðan má sjá bæði fyrstu áheyrnaprufuna frá árinu 2009 og síðan nýju klippuna frá því í gær.

.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.