Leikmynd úr endurnýttum hlutum í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 12:30 Búið að koma fyrir gámi við Sorpu í Ánanaustum. Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart. Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart.
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira