Cyclothonið mun áfram lifa þrátt fyrir fall WOW Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 13:20 Frá ræsingunni í WOW Cyclothon við Hörpu í Reykjavík árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011. Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011.
Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira