Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:28 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Borgþór Hjörvarsson Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí. Kjaramál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí.
Kjaramál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira