Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 13:31 Kristín vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira