Bjóða upp treyjur afreksfólks til styrktar góðgerðarfélögum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:00 Sturlaugur segir þá Ivan einstaklega þákkláta öllu því afreksfólki sem hefur gefið treyjur í verkefnið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira