Meðmælaganga með lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Þór segir sólstöðugönguna í ár þá 35. hér á landi. Hann heldur á flaggi sem hann segir tákn fyrir gönguna, hannað af Ágústu Snæland. Fréttablaðið/Eyþór Árnason „Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira