Skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2019 06:15 Ásmundur Einar segir að búast megi við frekari breytingum á kerfinu. Fréttablaðið/Eyþór Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira