Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03
Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45