„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira