Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:00 Platan inniheldur sjö lög. Magnús Andersen Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15
Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30