„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Björgvin Páll fer um víðan völl í nýrri bók Án Filters. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“