Dramatískt jafntefli á Elland Road

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Leeds trúðu ekki eigin augum
Stuðningsmenn Leeds trúðu ekki eigin augum vísir/getty
Jöfnunarmark í uppbótartíma tryggði Derby County stig gegn toppliði Leeds í ensku Championship deildinni.Heimamenn í Leeds fóru illa með færin á Elland Road og geta nagað sig í handarbökin yfir því eftir að Chris Martin skoraði í uppbótartíma leiksins og tryggði Derby mikilvægt stig.Áður hafði sjálfsmark Max Lowe komið Leeds yfir á 20. mínútu.Leeds hefur gert það að vana sínum það sem af er tímabili að tapa stigum seint í leikjum og það gæti kostað þá toppsætið því Swansea kemst á toppinn með sigri á Bristol í toppslag seinna í dag.Derby er um miðja deild og náðu í mjög mikilvægt stig, mark Derby kom úr eina skoti þeirra á markrammann í öllum leiknum.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.