Kaffireikningurinn hækkar í myrkrinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2019 11:00 Óttarr með níðþungan doðrant og leiðist það ekki. „Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira