Lækka styrkinn vegna leiðréttingar öryrkja Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 07:45 Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að bæði tekju- og eignaviðmið fylgi markaði, til dæmis hækkun húsaleigu. Fréttablaðið/Anton Brink Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira