Náði botninum í einkapartíi á B5 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 15:30 Bjössi gerir það gott í leiklistinni. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari. Tímamót Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari.
Tímamót Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning