Lífið

Hlutverkið sem breytti lífi Jóhannesar Hauks

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Haukur og Hlynur Sætilíus Blöndal sem mætti með leikaranum í Einkalífið.
Jóhannes Haukur og Hlynur Sætilíus Blöndal sem mætti með leikaranum í Einkalífið. vísir/vilhelm
Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer um víðan völl í þættinum og fer nokkuð ítarlega yfir leiklistarferil sinn.

Þar stendur í raun upp úr hlutverk sem breytti ferli hans. Jóhannes Haukur fór með hlutverk Tóta í kvikmyndinni Svartur á leik sem kom út árið 2012.

„Stærsta hlutverkið sem ég hef leikið var í Svartur á leik sem svo varð skref til að komast til útlanda,“ segir Jóhannes Haukur og bætir við að það sé í raun hans uppáhalds hlutverk.

„Þetta var svo frábrugðið öllu sem ég hafði gert fram að þeim tímapunkti. Þarna var mér treyst fyrir svo stóru hlutverki og tók það mjög alvarlega og var mjög þakklátur fyrir það tækifæri. Það kemur upp í hugann sem eitt af mínum uppáhalds,“ segir Jóhannes Haukur en eftir það hlutverk fóru að hrannast inn tilboð til að leika í verkefnum erlendis.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en í honum ræðir Jóhannes einnig um upphaf ferilsins, hvaða stjörnur hann hefur unnið með síðustu ár og hver hafi verið skemmtilegastur og hver hafi verið hvað leiðinlegastur, hlutverkið sem breytti starfsferli hans, um áhyggjurnar að velgengninni gæti verið lokið á morgun og komandi verkefni en Jóhannes er til að mynda að vinna að kvikmynd með Mark Wahlberg um þessar mundir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×