Svava sér ekki eftir að hafa skilið dóttur sína eftir á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 10:30 Svava hefur náð langt í sínu fagi. Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu. Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari hefur slegið í gegn í Bretlandi með æfingaprógrami sínu The Viking Method en breski miðillinn The Sun er með heljarinnar umfjöllun um Svövu. Svava flutti til Bretlands á sínum tíma og ætlaði sér stóra hluti. Í gegnum tíðina hefur hún þjálfað stórstjörnurnar Nicole Scherzinger, Amanda Holden og fyrirsætuna Suki Waterhouse. Hún gaf á dögunum út bókina The Viking Method en Svava flutti til London árið 2004 og þá var dóttir hennar sex ára. Dóttirin dvaldi næstu þrjú ár hjá foreldrum Svövu, á meðan hún kom sér fyrir í Bretlandi. „Ég hafði gengið í gegnum skilnað við föður hennar sem var nýfluttur til Bandaríkjanna til að læra að verða flugmaður svo hún var hjá ömmu sinni og afa. Það var mjög erfitt og ég var alltaf með mikið samviskubit,“ segir Svava í samtali við Fabulous Digital. „Þegar þú veist að þú ert að gera þessa hluti af réttum ástæðum, þá verður þú að reyna sleppa tökunum, en það var mjög erfitt og mér leið í raun alltaf illa með þessa ákvörðun til að byrja með. Það fór aftur á móti vel um hana og síðan þegar hún var níu ára flutti hún út til mín,“ segir Svava sem sér ekki eftir ákvörðuninni.Svava hefur gefið út bókina The Viking Method.Svava ætlaði sér fyrst að einbeita sér að dansnámi og var planið að búa í London og læra fagið í þrjú til fimm ár. „Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég vildi meira og tíminn líður svo hratt. Til að byrja með átti ég ekki fyrir mat og vann þarna á veitingarstað sem var í raun frábært, því þá fékk ég eina fría máltíð á dag. Ég var í skólanum frá níu á morgnanna til sex um kvöldið og þá fór ég í vinnuna til tólf á miðnætti og vann síðan á veitingarstaðnum um helgar.“ Þegar náminu var lokið ákvað Svava að einbeita sér að því að samtvinna dansinn og líkamsrækt og þá fæddist The Viking Method. Í kjölfarið hafði hún samband við aðstoðarmann Nicole Scherzinger og að lokum byrjaði hún að vinna með henni. Í framhaldinu fóru stjörnurnar að koma og ferill Svövu var komin á fullt. Hér má lesa umfjöllun The Sun um Svövu.
Tengdar fréttir The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00 Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
The viking method slær í gegn í London Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. 13. september 2013 13:00
Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi. 29. nóvember 2013 16:15