Lífið

Þjálfar Nicole Scherzinger í X-Factor

Marín Manda skrifar
Hrafnhildur Birna Eiríksdóttir, dóttir Svövu, og kærasti hennar, Tefari Legesse, stilltu sér upp með Nicole Scherzinger á X-Factor kvöldi.
Hrafnhildur Birna Eiríksdóttir, dóttir Svövu, og kærasti hennar, Tefari Legesse, stilltu sér upp með Nicole Scherzinger á X-Factor kvöldi.
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi.



The viking method er hugverk Svövu Sigbertsdóttur einkaþjálfara, sem hefur þróað nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretlandi um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, fríhendislóðum, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu.

Nú hefur fyrrverandi aðalsöngkona The Pussycat Dolls og dómari í X-Factor í Bretlandi, Nicole Scherzinger, leitað til Svövu sem þjálfar hana samkvæmt The viking method. „Hún er ein af yndislegustu manneskjum sem ég hef hitt en hún er að æfa hjá mér og er rosalega ánægð,“ segir Svava Sigbertsdóttir.

„Ég er með hana þrisvar sinnum í viku og við gerum mikið af mínum sérstöku „functional“-æfingum því hún vill fá langa, tónaða vöðva. Svo boxa ég með henni fyrir efri hluta líkamans og læt Nicole gera sérstakar æfingar fyrir neðri hluta hans til að skapa kvenlegar línur.

Svava Sigbertsdottir er sjálf í gríðarlega góðu formi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×