Óvænt félagaskipti áttu sér stað í NFL-deildinni um helgina er bakvörðurinn Richard Sherman fór frá Seattle Seahawks til San Francisco 49ers.
Sherman hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar síðustu ár og algjör lykilmaður í vörn Sjóhaukanna sem alla jafna er kölluð „Legion of boom“.
Seahawks losaði sig mjög óvænt við Sherman sem síðan ákvað að semja við 49ers. Liðin eru í sömu deild og mætast því tvisvar á hverju ári. Það var ein ástæðan fyrir því að Sherman samdi við 49ers.
„Ég er svolítið hefnigjarn þannig að þess vegna fór ég þessa leið,“ sagði Sherman sem skilur ekkert í hegðun stuðningsmanna Seahawks enda var hann sendur frá liðinu, ekki öfugt.
„Ég elska stuðningsmenn Seahawks og elskaði að spila þar. Hjálpaði liðinu á toppinn og það hefur verið í toppbaráttu síðan. Nú er eins og ég hafi yfirgefið félagið. Fólk er að brenna treyjuna mína. Látið ekki svona, það var félagið sem skildi við mig. Ég fór ekki frá neinum.“
Sherman skrifaði undir þriggja ára samning við 49ers.
Sherman ætlar að hefna sín á Sjóhaukunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Fleiri fréttir
