Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Í Löngubúð er útskorinn verk af öllu tagi eftir Ríkarð Jónsson. Gauti Jóhannesson „Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00
Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00