Pósturinn hverfur úr miðborginni eftir 150 ára veru þar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2018 20:30 Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts. Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts.
Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32
Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?