Pósturinn hverfur úr miðborginni eftir 150 ára veru þar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2018 20:30 Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts. Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts.
Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32
Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12