Breski leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People.
Elba hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir hlutverk sín í The Wire, Molly´s Game, The Jungle Book og Avengers: Infinity War. Einnig hefur hann verið orðaður við hlutverk James Bond að undanförnu.
Hann er aðeins þriðji blökkumaðurinn í sögunni sem unnið hefur verðlaunin en áður höfðu þeir Denzel Washington og Dwayne Johnson verið valdir.
„Þú ert að djóka? Í alvörunni?,“ sagði þessi 46 ára breski leikari í samtali við People.
„Ég horfði á sjálfan mig í speglinum, skoðaði mig smá, og hugsaði já þú er frekar kynþokkafullur í dag.“
Bandaríski tónlistarmaðurinn Blake Shelton varð fyrir valinu á síðasta ári.
Idris Elba valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni





Hulk Hogan er látinn
Lífið



Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól
Lífið samstarf

Rene Kirby er látinn
Lífið
Fleiri fréttir
