Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júní 2018 19:45 Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira