Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júní 2018 19:45 Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira
Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira