Leitinni að hvítabirninum lokið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 18:04 Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112. Vísir/Getty Leitinni að hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16.30 að því fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki hefur sést til hvítabjarnar á þeim tíma sem leit stóð yfir. Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um að sést hefði til hvítabjarnar á Melrakkasléttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar með lögreglu um borð flaug yfir svæðið frá þeirri staðsetningu sem talið var að sést hefði til hvítabjarnarins. Frá því að erlendir ferðamenn gerðu lögreglu viðvart hefur staðið yfir leit að hvítabirni. Leitað var yfir svæðið, austur og vestur yfir Melrakkasléttuna, inn í land og meðfram ströndinni en ekki hefur sést til hvítabjarnarins. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ef leitin að hvítabirninum bæri ekki árangur í dag verði henni hætt nema að önnur tilkynning um björninn berist lögreglu. Þrátt fyrir að leitinni sé lokið biðlar lögregla þó til fólks í námunda við svæðið að hafa strax samband við 112 ef það verður vart við hvítabjörn. Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið sem hann sá hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið viss um að um björn væri að ræða. Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. 10. júlí 2018 15:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Leitinni að hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16.30 að því fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki hefur sést til hvítabjarnar á þeim tíma sem leit stóð yfir. Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um að sést hefði til hvítabjarnar á Melrakkasléttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar með lögreglu um borð flaug yfir svæðið frá þeirri staðsetningu sem talið var að sést hefði til hvítabjarnarins. Frá því að erlendir ferðamenn gerðu lögreglu viðvart hefur staðið yfir leit að hvítabirni. Leitað var yfir svæðið, austur og vestur yfir Melrakkasléttuna, inn í land og meðfram ströndinni en ekki hefur sést til hvítabjarnarins. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ef leitin að hvítabirninum bæri ekki árangur í dag verði henni hætt nema að önnur tilkynning um björninn berist lögreglu. Þrátt fyrir að leitinni sé lokið biðlar lögregla þó til fólks í námunda við svæðið að hafa strax samband við 112 ef það verður vart við hvítabjörn. Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið sem hann sá hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið viss um að um björn væri að ræða.
Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. 10. júlí 2018 15:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38
Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22
Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. 10. júlí 2018 15:40