Segja RÚV leigja út búnað á verulegu undirboði Sylvía Hall skrifar 8. september 2018 11:33 GN Studios segja RÚV bjóða upp á verð sem sé nærri ómögulegt fyrir einkaaðila að keppa við. Vísir/Ernir Samkeppnisyfirlitinu hefur borist kvörtun frá fyrirtækinu GN Studios ehf., sem heldur utan um rekstur kvikmyndaþorpsins í Gufunesi, vegna útleigu RÚV á tækjabúnaði og aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni. Þá hafa tækjaleigurnar Exton og Kukl lýst yfir stuðningi við kvörtunina, en RÚV er sagt leigja út búnað og aðstöðu á miklu undirboði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins sem vitnað er í segja GN Studios að útleiga á aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni sé ein mikilvægasta tekjulind fyrirtækisins á meðan uppbyggingu kvikmyndaþorpsins stendur og vilji þeir gæta þess að samkeppni í þeim efnum fari fram á jafningjagrundvelli en RÚV bjóði upp á sambærilega þjónustu á verði sem sé nærri ómögulegt fyrir einkaaðila að keppa við. Í stefnu RÚV frá árinu 2017 kom fram að sjónvarps- og kvikmyndastúdíó, ásamt hljóðverum og annarri tækniaðstöðu, yrði gerð aðgengileg til leigu fyrir fyrir aðra framleiðendur og var einingin RÚV-stúdíó stofnuð í kringum þessa útleigu. Þá vísa GN Studios til 44 gr. samkeppnislaga frá árinu 2005 og segja starfsemina hafa skaðleg áhrif á samkeppni og fela í sér opinberar samkeppnishömlur. Einnig er sett spurningamerki við eininguna RÚV-stúdíó, en í lögum um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 segir að RÚV skuli stofna og reka dótturfélög fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er um í lögum, en GN Studios segja RÚV-stúdíó svipa meira til einingar en dótturfélags. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Samkeppnisyfirlitinu hefur borist kvörtun frá fyrirtækinu GN Studios ehf., sem heldur utan um rekstur kvikmyndaþorpsins í Gufunesi, vegna útleigu RÚV á tækjabúnaði og aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni. Þá hafa tækjaleigurnar Exton og Kukl lýst yfir stuðningi við kvörtunina, en RÚV er sagt leigja út búnað og aðstöðu á miklu undirboði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins sem vitnað er í segja GN Studios að útleiga á aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni sé ein mikilvægasta tekjulind fyrirtækisins á meðan uppbyggingu kvikmyndaþorpsins stendur og vilji þeir gæta þess að samkeppni í þeim efnum fari fram á jafningjagrundvelli en RÚV bjóði upp á sambærilega þjónustu á verði sem sé nærri ómögulegt fyrir einkaaðila að keppa við. Í stefnu RÚV frá árinu 2017 kom fram að sjónvarps- og kvikmyndastúdíó, ásamt hljóðverum og annarri tækniaðstöðu, yrði gerð aðgengileg til leigu fyrir fyrir aðra framleiðendur og var einingin RÚV-stúdíó stofnuð í kringum þessa útleigu. Þá vísa GN Studios til 44 gr. samkeppnislaga frá árinu 2005 og segja starfsemina hafa skaðleg áhrif á samkeppni og fela í sér opinberar samkeppnishömlur. Einnig er sett spurningamerki við eininguna RÚV-stúdíó, en í lögum um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 segir að RÚV skuli stofna og reka dótturfélög fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er um í lögum, en GN Studios segja RÚV-stúdíó svipa meira til einingar en dótturfélags.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira