Áhyggjufullir vinir Jóhanns gerðu þýsku lögreglunni viðvart Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 12:08 Jóhann Jóhansson var eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma. Vísir/GETTY Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira