WBA missti af mikilvægum sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2018 16:00 Swansea stal stigi af WBA í dag vísir/getty West Bromwich Albion missti af mikilvægum stigum í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði jafntefli við Swansea eftir að hafa leitt leikinn. Alan Pardew var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra WBA í vikunni og mætti liðið því stjóralaust til leiks þegar Swansea kom í heimsókn á The Hawthorns. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn í forystu með marki frá Jay Rodriguez á 54. mínútu. Eitt mikilvægasta mark Rodriguez á tímabilinu en WBA þurfti nauðsynlega á sigri að halda. Varnarmenn WBA virtust hins vegar gleyma því að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þegar þeir skildu Tammy Abraham eftir aleinan í teignum í hornspyrnu þar sem hann gat skallað boltann í netið af tveggja metra færi. Joshua King bjargaði stigi fyrir Borunemouth gegn Crystal Palace. Hann skoraði annað mark Bournemouth og jafnaði metin í 2-2 eftir aukaspyrnu. Palace komst í forystu á 47. mínútu með marki frá Luka Milivojevic beint úr aukaspyrnu. Lys Mousset jafnaði metin áður en Wilfried Zaha kom Palace aftur yfir með glæsilegu marki fyrir utan teiginn. Úrslitin þýða að enn munar tíu stigum á WBA í botnsætinu og Palace í því 17., síðasta örugga sætinu í deildinni. Aðeins einu stigi ofar situr Huddersfield sem gerði jafntefli við Brighton í nýliðaslag á suðurströndinni. Bæði lið þurftu þrjú stig í baráttunni um að halda sæti sínu í deild hinna bestu. Heimamenn í Brighton komust yfir á 29. mínútu þegar Jonas Lössl skoraði sjálfsmark í marki Huddersfield. Það tók Huddersfield þó aðeins fjórar mínútur að svara þegar Steve Mounie nýtti sér mistök Shane Duffy í vörninni. Davy Propper fékk að líta rauða spjaldið á 74. mínútu eftir slæma tæklingu á Jonathan Hogg. Það kom þó ekki að sök, Brighton náði að halda leikinn út og skiptu liðin með sér stigunum. Newcastle fór langt með að tryggja sitt sæti í deildinni með sigri á Leicester á útivelli. Jonjo Shelvey kom Newcastle yfir snemma leiks og Ayoze Perez tvöfaldaði forystuna um miðjan seinni hálfleik. Jamie Vardy skoraði sárabótamark fyrir Leicester undir lok leiksins en Newcastle fór með 2-1 sigur. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
West Bromwich Albion missti af mikilvægum stigum í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði jafntefli við Swansea eftir að hafa leitt leikinn. Alan Pardew var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra WBA í vikunni og mætti liðið því stjóralaust til leiks þegar Swansea kom í heimsókn á The Hawthorns. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn í forystu með marki frá Jay Rodriguez á 54. mínútu. Eitt mikilvægasta mark Rodriguez á tímabilinu en WBA þurfti nauðsynlega á sigri að halda. Varnarmenn WBA virtust hins vegar gleyma því að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þegar þeir skildu Tammy Abraham eftir aleinan í teignum í hornspyrnu þar sem hann gat skallað boltann í netið af tveggja metra færi. Joshua King bjargaði stigi fyrir Borunemouth gegn Crystal Palace. Hann skoraði annað mark Bournemouth og jafnaði metin í 2-2 eftir aukaspyrnu. Palace komst í forystu á 47. mínútu með marki frá Luka Milivojevic beint úr aukaspyrnu. Lys Mousset jafnaði metin áður en Wilfried Zaha kom Palace aftur yfir með glæsilegu marki fyrir utan teiginn. Úrslitin þýða að enn munar tíu stigum á WBA í botnsætinu og Palace í því 17., síðasta örugga sætinu í deildinni. Aðeins einu stigi ofar situr Huddersfield sem gerði jafntefli við Brighton í nýliðaslag á suðurströndinni. Bæði lið þurftu þrjú stig í baráttunni um að halda sæti sínu í deild hinna bestu. Heimamenn í Brighton komust yfir á 29. mínútu þegar Jonas Lössl skoraði sjálfsmark í marki Huddersfield. Það tók Huddersfield þó aðeins fjórar mínútur að svara þegar Steve Mounie nýtti sér mistök Shane Duffy í vörninni. Davy Propper fékk að líta rauða spjaldið á 74. mínútu eftir slæma tæklingu á Jonathan Hogg. Það kom þó ekki að sök, Brighton náði að halda leikinn út og skiptu liðin með sér stigunum. Newcastle fór langt með að tryggja sitt sæti í deildinni með sigri á Leicester á útivelli. Jonjo Shelvey kom Newcastle yfir snemma leiks og Ayoze Perez tvöfaldaði forystuna um miðjan seinni hálfleik. Jamie Vardy skoraði sárabótamark fyrir Leicester undir lok leiksins en Newcastle fór með 2-1 sigur.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira