Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 20:00 Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58