Erum með mæðgnaspuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Mæðgurnar Jóní Jónsdóttir og Sigurlína Jóhannsdóttir innan um listaverkin í Mosfellsbænum. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira