Stjórnmálastéttin hafi samþykkt að vera framkvæmdastjórar nýfrjálshyggjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, gefur lítið fyrir hræðsluáróður vegna kjarasamninga. Vísir/ernir „Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
„Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira