Varð svo þunglyndur af leik í Ku Klux Klan-mynd að hann klippti Hobbitann í eina mynd Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 10:07 Topher Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Vísir/Getty Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira