Varð svo þunglyndur af leik í Ku Klux Klan-mynd að hann klippti Hobbitann í eina mynd Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 10:07 Topher Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Vísir/Getty Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira