Varð svo þunglyndur af leik í Ku Klux Klan-mynd að hann klippti Hobbitann í eina mynd Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 10:07 Topher Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Vísir/Getty Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein