Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 20:03 Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar. Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar.
Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29