Mikið hefur verið ritað um þriðju Sex and the City myndina, hvort og hvenær verði af henni. Nú er komin endanleg niðurstaða og verður ekki af myndinni vegna þess að Kim Cattrall, sem fór með hlutverk Samönthu, neitaði að taka þátt.
Handrit að myndinni virðist þó hafa verið í pípunum. Í hlaðvarpsþáttunum Origins fer blaðamaðurinn James Andrew Miller ofan í saumana á þáttunum og ræddi við alla helstu leikara þáttanna og myndanna, nema Cattrall sem hefur lengi lýst yfir óánægju sinni með andrúmsloftið á tökustað.
Í nýjasta þættinum greinir Miller frá því að staðið hafi til að hinn alræmdi og umdeildi Mr. Big, eiginmaður Carrie Bradshaw, myndi deyja frekar snemma í myndinni. Þannig hafi hann átt að fá hjartaáfall í sturtu heima hjá sér.
Miller greindi frá þessu þegar hann reyndi að komast til botns í því hvers vegna Cattrall hefði neitað að taka þátt, en ein ástæða var víst að Cattrall fannst handritið ekki bjóða upp á mikinn söguþráð fyrir Samönthu.
Samkvæmt Miller hafi aðalsöguþráður myndarinnar þannig átt að vera um sorg Carrie vegna Mr. Big en minna um samband hennar við vinkonurnar þrjár, Samönthu, Miröndu og Charlotte.
Handritshöfundar ætluðu að stúta þeim stóra

Tengdar fréttir

Miður sín vegna ágreinings við Kim Cattrall
Sarah Jessica Parker segir ummæli Kim Cattrall um að þær hafi ekki verið vinkonur særandi.

Fjórir hlutir sem þú vissir líklega ekki um Sex and the City
Þættirnir Sex and the City hófu göngu sína árið 1998 og voru á dagskrá um allan heim til ársins 2004.

Cattrall mjög óhress með samúðarkveðjur Parker
Breska leikkonan Kim Cattrall er verulega óhress með samúðarkveðjur frá Söruh Jessicu Parker vegna fráfalls bróður hennar sem lést á dögunum.