Ef halda skal bóndadaginn heilagan Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. janúar 2018 10:30 Dragðu bóndan með á Fredda og takið eina 100 - 200 leiki í Mortal Kombat og eyðileggið sambandið með heilbrigðri samkeppni. Fréttablaðið/Hanna Í dag er bóndadagurinn og vafalaust vefst það fyrir ýmsum hvað skuli gera til að dekra við bóndann. Engar áhyggjur, Fréttablaðið kemur til bjargar og hefur smalað saman í nefnd sem stingur hér upp á nokkrum fjölbreyttum lausnum á þessu mikla vandamáli.Spilasalurinn Við Ingólfsstræti má finna nokkra minnisvarða fyrri tíma: Ingólfsstræti 23 er steinhlaðið hús sem var byggt árið 1887, Prikið sem er eitt elsta kaffihús borgarinnar, Gamla bíó, sérstakt skilti sem segir frá myllu nokkurri er stóð við götuna og Fredda, spilakassasal. Hví ekki að skella sér í ferðalag aftur í tímann og sleppa hundraðköllum í raufina á nokkrum kössum? Fyrir suma bændur gæti þetta verið mikil nostalgía en aðrir og yngri bændur haft af þessu töluverða skemmtun. Einnig er hægt að leigja sér herbergi á efri hæðinni og spila nýrri tegundir leikja. Álitsgjafi Fréttablaðsins mælir þá sérstaklega með Rocket League.Smakkanir Heldurðu að það sé ekki algjörlega æðislegt að detta með bóndanum í einhverja góða smökkun eða álíka kynningu? Það er vafalaust ýmislegt í boði, til að mynda verður á bóndadagskvöld smökkun á bjórnum Surti og súkkulaði frá Omnom – bjórinn er svartur eins og skammdegið og súkkulaðið einnig – en í báðum tilvikum leynist bak við yfirborðið einhver falin gleði; súkkulaði er sneisafullt af magnesíum og það losar um endorfín svo gleðin yfirbugar allt raus um þreytu og fýlu á meðan í bjórnum er áfengisprósentan við það að detta í tvær tölur.Þorrablót Stjörnunnar er margrómað og ekki er þessi félagsskapur sem sést hér á mynd af verri endanum.Bíóferð Á bóndadegi er ekki úr vegi að gera sér glaðan dag og skella sér í bíó með bóndanum. Þar getið þið setið saman þegjandi í myrkrinu og horft á kvikmynd á enn stærri skjá en hægt væri að gera heima fyrir. Það er geggjuð stemming falin í því að deila einum risapoka af poppi og ekki alls óvíst að rómantíkin skjóti upp kollinum og færi smá líf í æðar sambandsins þegar hendur ykkar rekast saman á meðan þið fálmið eftir korninu þarna í svartamyrkrinu.Þorrablót Hvernig væri að fara með gamla á alveg húrrandi fyllerí á einhverju góðu þorrablóti? Hakka í sig súrmat og eitthvert ammoníaksblandað góðgæti og dúndra niður nokkrum staupum af brennivíni – þetta er það sem lífið snýst um á þessu skeri okkar. Síðan er hægt að vagga fram og til baka á meðan maður öskrar með Þorraþrælnum langt fram eftir nóttu. Settu „bóndann“ í bóndadaginn.Siggi Hlö er kynngimagnaður og ekki leiðinlegt að rúlla kúlum í keilur með dúndrandi ELO í græjunum.Siggi Hlö í Keiluhöllinni Sláðu tvær flugur í einu höggi og dragðu bóndann með í keilu. Það sem hann veit ekki er að sjálfur Siggi Hlö verður búinn að stilla sér upp í DJ-búrinu tilbúinn að skella Africa með Toto á. Horfðu á andlit bóndans breytast frá því að vera markað efasemdum yfir í svipinn sem hann var alltaf með þarna árið nítjánhundruðáttatíuogeitthvað. Áður en þú veist af verður gamli farinn að raða inn fellunum og jafnvel taka létt dansspor áður en hann rúllar kúlunni fagmannlega niður brautina. Það besta er að þegar Sir Siggi hefur lokið sér af verður rútuferð niður í bæ, alla leið í hlaðið á Lebowski bar þar sem er hægt að halda áfram keilutengdum hátíðahöldum fram eftir nóttu.Rakstur Er bóndinn ekki orðinn heldur loðinn í fésinu? Er ekki hægt að leysa vandamálið og gera einhvers konar bóndadagsviðburð úr því? Jú, svo sannarlega. Skelltu manninum í rakstur – þú þarft bara að finna einhvern rakara, helst tattúveraðan rockabilly-náunga, sem mundar enn þá gamla góða rakhnífinn. Einn álitsgjafanna segir að á Barber á Laugaveginum sé verið að skafa skeggið af andlitinu á karlmönnum með hníf, þannig að það er kjörinn áfangastaður.Letin Þú sem þekkir bóndann best veist að hann nennir engu „djöfulsins umstangi“ og tekur ekki í mál að halda upp á „einhvern dag“. Ekki örvænta! Það er hægt að halda upp á þennan dag án þess nokkru sinni að yfirgefa stofuna heima. Fyrsta mál á dagskrá er að renna í gegnum sjónvarpsdagskrána (eða í gegnum Netflix) – þetta er mikilvægt því ekki viljum við eyða kvöldinu í að rífast um hvað skal horfa á. Það næsta er að taka tappa úr einhvers konar flösku (má vera vatnsflaska). Að endingu er bara að njóta. Gjörið svo vel. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Í dag er bóndadagurinn og vafalaust vefst það fyrir ýmsum hvað skuli gera til að dekra við bóndann. Engar áhyggjur, Fréttablaðið kemur til bjargar og hefur smalað saman í nefnd sem stingur hér upp á nokkrum fjölbreyttum lausnum á þessu mikla vandamáli.Spilasalurinn Við Ingólfsstræti má finna nokkra minnisvarða fyrri tíma: Ingólfsstræti 23 er steinhlaðið hús sem var byggt árið 1887, Prikið sem er eitt elsta kaffihús borgarinnar, Gamla bíó, sérstakt skilti sem segir frá myllu nokkurri er stóð við götuna og Fredda, spilakassasal. Hví ekki að skella sér í ferðalag aftur í tímann og sleppa hundraðköllum í raufina á nokkrum kössum? Fyrir suma bændur gæti þetta verið mikil nostalgía en aðrir og yngri bændur haft af þessu töluverða skemmtun. Einnig er hægt að leigja sér herbergi á efri hæðinni og spila nýrri tegundir leikja. Álitsgjafi Fréttablaðsins mælir þá sérstaklega með Rocket League.Smakkanir Heldurðu að það sé ekki algjörlega æðislegt að detta með bóndanum í einhverja góða smökkun eða álíka kynningu? Það er vafalaust ýmislegt í boði, til að mynda verður á bóndadagskvöld smökkun á bjórnum Surti og súkkulaði frá Omnom – bjórinn er svartur eins og skammdegið og súkkulaðið einnig – en í báðum tilvikum leynist bak við yfirborðið einhver falin gleði; súkkulaði er sneisafullt af magnesíum og það losar um endorfín svo gleðin yfirbugar allt raus um þreytu og fýlu á meðan í bjórnum er áfengisprósentan við það að detta í tvær tölur.Þorrablót Stjörnunnar er margrómað og ekki er þessi félagsskapur sem sést hér á mynd af verri endanum.Bíóferð Á bóndadegi er ekki úr vegi að gera sér glaðan dag og skella sér í bíó með bóndanum. Þar getið þið setið saman þegjandi í myrkrinu og horft á kvikmynd á enn stærri skjá en hægt væri að gera heima fyrir. Það er geggjuð stemming falin í því að deila einum risapoka af poppi og ekki alls óvíst að rómantíkin skjóti upp kollinum og færi smá líf í æðar sambandsins þegar hendur ykkar rekast saman á meðan þið fálmið eftir korninu þarna í svartamyrkrinu.Þorrablót Hvernig væri að fara með gamla á alveg húrrandi fyllerí á einhverju góðu þorrablóti? Hakka í sig súrmat og eitthvert ammoníaksblandað góðgæti og dúndra niður nokkrum staupum af brennivíni – þetta er það sem lífið snýst um á þessu skeri okkar. Síðan er hægt að vagga fram og til baka á meðan maður öskrar með Þorraþrælnum langt fram eftir nóttu. Settu „bóndann“ í bóndadaginn.Siggi Hlö er kynngimagnaður og ekki leiðinlegt að rúlla kúlum í keilur með dúndrandi ELO í græjunum.Siggi Hlö í Keiluhöllinni Sláðu tvær flugur í einu höggi og dragðu bóndann með í keilu. Það sem hann veit ekki er að sjálfur Siggi Hlö verður búinn að stilla sér upp í DJ-búrinu tilbúinn að skella Africa með Toto á. Horfðu á andlit bóndans breytast frá því að vera markað efasemdum yfir í svipinn sem hann var alltaf með þarna árið nítjánhundruðáttatíuogeitthvað. Áður en þú veist af verður gamli farinn að raða inn fellunum og jafnvel taka létt dansspor áður en hann rúllar kúlunni fagmannlega niður brautina. Það besta er að þegar Sir Siggi hefur lokið sér af verður rútuferð niður í bæ, alla leið í hlaðið á Lebowski bar þar sem er hægt að halda áfram keilutengdum hátíðahöldum fram eftir nóttu.Rakstur Er bóndinn ekki orðinn heldur loðinn í fésinu? Er ekki hægt að leysa vandamálið og gera einhvers konar bóndadagsviðburð úr því? Jú, svo sannarlega. Skelltu manninum í rakstur – þú þarft bara að finna einhvern rakara, helst tattúveraðan rockabilly-náunga, sem mundar enn þá gamla góða rakhnífinn. Einn álitsgjafanna segir að á Barber á Laugaveginum sé verið að skafa skeggið af andlitinu á karlmönnum með hníf, þannig að það er kjörinn áfangastaður.Letin Þú sem þekkir bóndann best veist að hann nennir engu „djöfulsins umstangi“ og tekur ekki í mál að halda upp á „einhvern dag“. Ekki örvænta! Það er hægt að halda upp á þennan dag án þess nokkru sinni að yfirgefa stofuna heima. Fyrsta mál á dagskrá er að renna í gegnum sjónvarpsdagskrána (eða í gegnum Netflix) – þetta er mikilvægt því ekki viljum við eyða kvöldinu í að rífast um hvað skal horfa á. Það næsta er að taka tappa úr einhvers konar flösku (má vera vatnsflaska). Að endingu er bara að njóta. Gjörið svo vel.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira