Segir marga vinstri menn enn reiða út í sig Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 21:12 Katrín segir þörf á kerfisbreytingum svo að hægt sé að auka trú almennings á stjórnmálin. vísir/stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir marga vinstri menn enn vera reiða út í sig fyrir að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum. Hún er þó staðföst á því að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða og hefur sett sér það markmið að endurvekja traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum eftir nokkrar skammlífar ríkisstjórnir undanfarinna ára. Þetta sagði Katrín í viðtali við Guardian sem birt var í dag.Í viðtalinu segist Katrín þekkja þá Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson vel og að stjórnarsamstarfið gangi sömuleiðis vel. Hún segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá sagðist hún hafa litið á málið á þann veg að til þess að breyta kerfinu þurfi að hafa alla við borðið. Ekki væri hægt að leggja línur eftir því hvað hverjum og einum þætti rétt eða rangt. Katrín segir þörf á kerfisbreytingum svo að hægt sé að auka trú almennings á stjórnmálin. Það væri ákveðin áhætta falin í því að flokkar á mismunandi stöðum á hinu pólitíska rofi ynnu saman. „En ég trúi því heilshugar að þetta sé tækifæri fyrir okkur til að endurskoða og finna okkur á ný.“ Í viðtalinu er einnig farið yfir bakgrunn Katrínar sem bókmenntafræðingur og áhuga hennar á sakamálasögum. Hún segir þær þjóna henni vel þar sem megin þema þeirra sé að engum sé treystandi. Hið sama eigi við stjórnmálin að mestu. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir marga vinstri menn enn vera reiða út í sig fyrir að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum. Hún er þó staðföst á því að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða og hefur sett sér það markmið að endurvekja traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum eftir nokkrar skammlífar ríkisstjórnir undanfarinna ára. Þetta sagði Katrín í viðtali við Guardian sem birt var í dag.Í viðtalinu segist Katrín þekkja þá Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson vel og að stjórnarsamstarfið gangi sömuleiðis vel. Hún segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá sagðist hún hafa litið á málið á þann veg að til þess að breyta kerfinu þurfi að hafa alla við borðið. Ekki væri hægt að leggja línur eftir því hvað hverjum og einum þætti rétt eða rangt. Katrín segir þörf á kerfisbreytingum svo að hægt sé að auka trú almennings á stjórnmálin. Það væri ákveðin áhætta falin í því að flokkar á mismunandi stöðum á hinu pólitíska rofi ynnu saman. „En ég trúi því heilshugar að þetta sé tækifæri fyrir okkur til að endurskoða og finna okkur á ný.“ Í viðtalinu er einnig farið yfir bakgrunn Katrínar sem bókmenntafræðingur og áhuga hennar á sakamálasögum. Hún segir þær þjóna henni vel þar sem megin þema þeirra sé að engum sé treystandi. Hið sama eigi við stjórnmálin að mestu.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira