Stálu aðeins humri en létu þorskhnakka vera Benedikt Bóas skrifar 9. febrúar 2018 08:00 Á þessu skjáskoti úr öryggismyndavél má sjá, óljóst, einn þjófanna. Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira