Stofnuðu viðburðarfyrirtæki til að styrkja konur í listum Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. janúar 2018 10:15 Björg og Vala vilja styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma, meðal annars. Fréttablaðið/Vilhelm Laugardaginn 20. janúar verða haldnir stórtónleikar hipphoppkvenna í Gamla bíói en sama dag verður málþing beintengt viðburðinum þar sem verður farið yfir uppgang og sögu femínisma í hipphoppheiminum og fleira. Bak við viðburðinn er Puzzy Patrol, en það er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum. Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar af Valgerði Árnadóttur, en hún er kölluð Vala, og Ingibjörgu Björnsdóttur – Björgu. „Markmið okkar er að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll. Við stóðum fyrir okkar fyrsta viðburði í haust á Off-venue Airwaves á Sólon þar sem íslenskar og erlendar tónlistarkonur komu fram og strax á eftir hófum við að skipuleggja stórtónleika í Gamla bíói þar sem allar flottustu konur í hipphoppi á Íslandi munu koma fram. Þær Cell7, Reykjavíkurdætur, Alvia, Fever Dream og Krakk og spaghettí ásamt nýliðanum Siggu Ey, sem er að feta sín fyrstu skref í bransanum, munu koma fram,“ segir Vala. Björg lauk námi í viðburðastjórnun, „music and media management“, í London Metropolitan University og hefur eftir það séð um hina ýmsu viðburði en Vala er menntaður innkaupastjóri frá VIA University í Danmörku og hefur síðustu 12 ár unnið við innkaupastjórn, nú síðast hjá 66° Norður. „Nafn Puzzy Patrol kemur frá bandarísku kvennahreyfingunni sem spratt upp er Donald Trump var kosinn forseti BNA og vísar í slagorð þeirra, „Pussy grabs back!“Hvaðan kemur hugmyndin um að halda málþing og tónleika í sama pakkanum? „Hugmyndin að því að sameina tónleika og málþing kom þegar Vala hitti Laufeyju Ólafsdóttur á förnum vegi og sú var þá að leggja lokahönd á BS-ritgerð sína í stjórnmálafræði, „Hipp-hopp feminismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. Er hipp-hopp vettvangur fyrir feminisma?“ Á sama tíma var einnig mikil gagnrýni á grein í Grapevine um flottustu nýliðana í hipphoppi þar sem ekki hafði þótt ástæða til að minnast á eina einustu konu þrátt fyrir að svo margar eru að gera góða hluti, það ýtti enn frekar undir nauðsyn þess að ræða þessa hluti; hvað veldur því að konur eru út undan þegar verið er að bóka á tónleika og tónlistarhátíðir og hvað getum við gert til að laga þetta?“Af hverju veljið þið þessa tónlistarstefnu sem vettvang ykkar? „Það er okkur mikilvægt að skapa jákvæðan umræðugrundvöll um femínisma og þykir okkur hipphopp góður grundvöllur til að byrja á þar sem mikill uppgangur er innan þessarar tónlistarstefnu og hún höfðar til ungu kynslóðarinnar.“ Á málþinginu mun Laufey Ólafsdóttir leiða og kynna BS-ritgerð sína ásamt því sem Erpur Eyvindar, Anna Tara og fleiri úr bransanum sitja í umræðupanel.Stefnið þið á að skipuleggja einungis viðburði með konum? „Þó að við kjósum að vinna bara með konum þá er það von okkar að konur í listum fái jafn mikið pláss og karlmenn og að hætt verði að tala um að þær séu að gera „kvennalist“ eða „kvennarapp“. Þær eru manneskjur sem eru að skapa list og það á ekki að flokka þær eftir kyni, hvað þá að setja þeim einhverjar reglur um hvað þær eiga að fjalla um eða hvernig þær eiga að haga sér. Við erum ekki að saka karla um að að sniðganga konur í bransanum viljandi, en eitthvað veldur því hvernig landið liggur og saman getum við vonandi lagað það.“Eru fleiri viðburðir í burðarliðnum hjá ykkur? „Við erum með ógrynni hugmynda að fleiri viðburðum og það var reyndar ætlun okkar að vera með erlendar tónlistarkonur á tónleikunum núna 20. janúar en við komumst fljótt að því að það er bölvað hark að vera nýr í þessum bransa, það var okkur mjög erfitt að finna samstarfsaðila og styrki svo við vonum bara að það seljist vel á þessa fyrstu tónleika svo við höldum okkur fyrir ofan núllið og getum haldið áfram. Draumurinn væri að hafa reglulega tónleika með íslenskum og erlendum tónlistarkonum og svo erum við líka opnar fyrir því að vinna með öðrum tónleikahöldurum að því að jafna kynjahlutföllin. Við erum ekki að þessu til að græða, við erum að þessu af hugsjón og því að við fílum góða tónlist.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Laugardaginn 20. janúar verða haldnir stórtónleikar hipphoppkvenna í Gamla bíói en sama dag verður málþing beintengt viðburðinum þar sem verður farið yfir uppgang og sögu femínisma í hipphoppheiminum og fleira. Bak við viðburðinn er Puzzy Patrol, en það er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum. Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar af Valgerði Árnadóttur, en hún er kölluð Vala, og Ingibjörgu Björnsdóttur – Björgu. „Markmið okkar er að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll. Við stóðum fyrir okkar fyrsta viðburði í haust á Off-venue Airwaves á Sólon þar sem íslenskar og erlendar tónlistarkonur komu fram og strax á eftir hófum við að skipuleggja stórtónleika í Gamla bíói þar sem allar flottustu konur í hipphoppi á Íslandi munu koma fram. Þær Cell7, Reykjavíkurdætur, Alvia, Fever Dream og Krakk og spaghettí ásamt nýliðanum Siggu Ey, sem er að feta sín fyrstu skref í bransanum, munu koma fram,“ segir Vala. Björg lauk námi í viðburðastjórnun, „music and media management“, í London Metropolitan University og hefur eftir það séð um hina ýmsu viðburði en Vala er menntaður innkaupastjóri frá VIA University í Danmörku og hefur síðustu 12 ár unnið við innkaupastjórn, nú síðast hjá 66° Norður. „Nafn Puzzy Patrol kemur frá bandarísku kvennahreyfingunni sem spratt upp er Donald Trump var kosinn forseti BNA og vísar í slagorð þeirra, „Pussy grabs back!“Hvaðan kemur hugmyndin um að halda málþing og tónleika í sama pakkanum? „Hugmyndin að því að sameina tónleika og málþing kom þegar Vala hitti Laufeyju Ólafsdóttur á förnum vegi og sú var þá að leggja lokahönd á BS-ritgerð sína í stjórnmálafræði, „Hipp-hopp feminismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. Er hipp-hopp vettvangur fyrir feminisma?“ Á sama tíma var einnig mikil gagnrýni á grein í Grapevine um flottustu nýliðana í hipphoppi þar sem ekki hafði þótt ástæða til að minnast á eina einustu konu þrátt fyrir að svo margar eru að gera góða hluti, það ýtti enn frekar undir nauðsyn þess að ræða þessa hluti; hvað veldur því að konur eru út undan þegar verið er að bóka á tónleika og tónlistarhátíðir og hvað getum við gert til að laga þetta?“Af hverju veljið þið þessa tónlistarstefnu sem vettvang ykkar? „Það er okkur mikilvægt að skapa jákvæðan umræðugrundvöll um femínisma og þykir okkur hipphopp góður grundvöllur til að byrja á þar sem mikill uppgangur er innan þessarar tónlistarstefnu og hún höfðar til ungu kynslóðarinnar.“ Á málþinginu mun Laufey Ólafsdóttir leiða og kynna BS-ritgerð sína ásamt því sem Erpur Eyvindar, Anna Tara og fleiri úr bransanum sitja í umræðupanel.Stefnið þið á að skipuleggja einungis viðburði með konum? „Þó að við kjósum að vinna bara með konum þá er það von okkar að konur í listum fái jafn mikið pláss og karlmenn og að hætt verði að tala um að þær séu að gera „kvennalist“ eða „kvennarapp“. Þær eru manneskjur sem eru að skapa list og það á ekki að flokka þær eftir kyni, hvað þá að setja þeim einhverjar reglur um hvað þær eiga að fjalla um eða hvernig þær eiga að haga sér. Við erum ekki að saka karla um að að sniðganga konur í bransanum viljandi, en eitthvað veldur því hvernig landið liggur og saman getum við vonandi lagað það.“Eru fleiri viðburðir í burðarliðnum hjá ykkur? „Við erum með ógrynni hugmynda að fleiri viðburðum og það var reyndar ætlun okkar að vera með erlendar tónlistarkonur á tónleikunum núna 20. janúar en við komumst fljótt að því að það er bölvað hark að vera nýr í þessum bransa, það var okkur mjög erfitt að finna samstarfsaðila og styrki svo við vonum bara að það seljist vel á þessa fyrstu tónleika svo við höldum okkur fyrir ofan núllið og getum haldið áfram. Draumurinn væri að hafa reglulega tónleika með íslenskum og erlendum tónlistarkonum og svo erum við líka opnar fyrir því að vinna með öðrum tónleikahöldurum að því að jafna kynjahlutföllin. Við erum ekki að þessu til að græða, við erum að þessu af hugsjón og því að við fílum góða tónlist.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira