Litla systir Arnars Braga skráði hann til leiks: „Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 10:30 Arnar Bragi komst alla leið í undanúrslit. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni. Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni.
Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00
Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30