Segir að keyptar vinsældir muni heyra sögunni til Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2018 12:45 Andri starfar hjá Ghostlamp sem er fyrirtæki sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni. vísir/stefán Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira