Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna. Ólafur Þór Gunnarsson er meðal þeirra þingmanna sem leggja fram frumvarpið. Hann segir mikilvægt að tryggja að geðþótti ráði því ekki hvort samið sé með hagnaðarvon. „Frumvarpið er lagt fram vegna þess að það er ákveðið ákall í samfélaginu um það að heilbrigðisþjónusta verði ekki hagnaðardrifin og að það eigi ekki að nota peninga samfélagsins til að greiða út arð í fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með því er fyrst og fremst að tryggja það að ráðherra hafi þessa heimild til að semja með þessum hætti og þar með að tryggja að nýting þeirra fjármuna sem eru í boði í heilbrigðiskerfinu sé sem allra best,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson.Þá kemur það fram í frumvarpinu að þeir samningar sem eru í gildi við samþykkt laga þessara haldi sér út samningstímann en þó ekki lengur en til fimm ára. Samningar sérfræðilækna við hið opinbera renna út um áramótin og kom það fram í fréttum okkar í gær að læknar hafi áhyggjur af stöðunni. „Ég held að þetta frumvarp hafi engin áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna. Það er gert ráð fyrir því í fjárlögum að það verði samið við sérfræðilækna. Það er enginn vilji á hvorugum endanum að ganga þannig frá málum að ekki verði samið við sérfræðilækna. Ég held að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því,“ sagði Ólafur Þór. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna. Ólafur Þór Gunnarsson er meðal þeirra þingmanna sem leggja fram frumvarpið. Hann segir mikilvægt að tryggja að geðþótti ráði því ekki hvort samið sé með hagnaðarvon. „Frumvarpið er lagt fram vegna þess að það er ákveðið ákall í samfélaginu um það að heilbrigðisþjónusta verði ekki hagnaðardrifin og að það eigi ekki að nota peninga samfélagsins til að greiða út arð í fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með því er fyrst og fremst að tryggja það að ráðherra hafi þessa heimild til að semja með þessum hætti og þar með að tryggja að nýting þeirra fjármuna sem eru í boði í heilbrigðiskerfinu sé sem allra best,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson.Þá kemur það fram í frumvarpinu að þeir samningar sem eru í gildi við samþykkt laga þessara haldi sér út samningstímann en þó ekki lengur en til fimm ára. Samningar sérfræðilækna við hið opinbera renna út um áramótin og kom það fram í fréttum okkar í gær að læknar hafi áhyggjur af stöðunni. „Ég held að þetta frumvarp hafi engin áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna. Það er gert ráð fyrir því í fjárlögum að það verði samið við sérfræðilækna. Það er enginn vilji á hvorugum endanum að ganga þannig frá málum að ekki verði samið við sérfræðilækna. Ég held að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því,“ sagði Ólafur Þór.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00