Bílastæði sem merkt voru sem einkastæði í hálfa öld eign borgarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 18:37 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/hanna Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira