Það eru sko engin mistök fólgin í þeirri ferð sem þú ert að fara í, þó þú sért að takast á við erfiðar aðstæður og þú verður svo fegin þegar næstu mánuðir eru búnir því þú sérð þú hefur tekið réttar ákvarðanir og hlustað á sjálfa þig, því ef þú ert eitthvað ertu besti ráðgjafinn sem maður getur hlustað á og tekið mark á.
Í öllu þessu amstri þá forðastu náin kynni, sérstaklega í ástinni því þú vilt hafa svo mikla stjórn á tilfinningum þínum og eigin huga að þú átt erfitt með að hleypa einhverjum að þér og leyfa honum stjórna eða hafa áhrif á þig. Þetta á sérstaklega við eftir því sem aldurinn færist yfir, því ef þú ert ung Steingeit þá tekst þér oft að tengja réttu ástina sem lifir að eilífu, en þegar aldurinn færist yfir verðurðu hinsvegar dómharðari á sjálfa þig.
Það hefur svo sannarlega verið mikið að gerast undanfarna tvo mánuði og þú skalt skoða vel þann tíma, því eitthvað sem þú ert búinn að fara í gegnum mun færa þér kyndilinn að hamingjunni sem þú leitar eftir.
Þú hefur svo spennandi framkomu og ákveðin augu, fólki finnst næstum þú horfir í gegnum það – allir hafa einhverja skoðun á þér en langflestum finnst þú stórkostleg persóna og það er svo mikilvægt að þú sért í þeim hópi sem finnst þú stórkostleg.
Það þarf ekki allt að vera 100% til þess að þú sért fullkomlega hamingjusöm, bara það að þú sért fyrirmynd svo margra ætti að vera nóg til að sanna fyrir þér að þú sért hamingjusöm og eigir hamingjuna skilið. Næstu mánuðir eru að koma til að reisa þig upp í tilfinningum og ákvörðunum, svo fylgdu þér sjálfri alla leið.
Setningin þín er: Hver hjartsláttur skiptir máli – Every Beat Of My Heart (Rod Stewart)
Frægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður.