4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 16:25 Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. vísir/ERNIR Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira