Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2018 21:45 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent