Sarah Jessica Parker elskar íslenskt kókoshnetuskyr Benedikt Bóas skrifar 14. maí 2018 06:00 Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar. Vísir/Afp „Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira