Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 08:00 Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Vísir/Pjetur Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira