Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 21:00 Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira