Hógvær tíska Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 7. júní 2018 09:00 Hógvær tíska er orðin áberandi á alls kyns viðburðum. Vísir/getty Ný tegund af tísku hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Á ensku kallast hún „modest fashion“, eða „hógvær tíska“ á íslensku. Tískan gengur út á að sýna lítið hold og hefur sterk tengsl við menningu trúarbragða, en tekur á sig ýmsar myndir. Vinsældir hógværrar tísku hafa aukist verulega síðastliðinn áratug og nú er svo komið að stór tískufyrirtæki og alls kyns tískumerki eru farin að hanna og framleiða föt sem eru sérstaklega hugsuð sem hógvær tíska.Engin ein skilgreining Hógvær tíska hefur enga skýra skilgreiningu. Í kjarnann snýst hún um að hylja líkamann á meðvitaðan hátt eins og hverjum finnst þægilegt og klæðast víðum, þægilegum fötum en líta glæsilega út á sama tíma. Hver og einn hefur sína eigin skilgreiningu á því hvað er hógvært og sú skilgreining er að miklu leyti byggð á menningar- og trúarlegum bakgrunni. Þeir sem kjósa að klæða sig samkvæmt hógværri tísku gera það af ýmsum ástæðum. Ákvörðunin kann að vera tekin vegna trúar, menningar eða bara vegna þess að fólki finnst þetta flott og þægilegt. Nýr neytendahópur Ein af stóru ástæðunum fyrir því að hógvær tíska hefur sótt í sig veðrið er að múslimar á Vesturlöndum eyða mun meiru í tískuvörur og fatnað nú en áður. Það er að hluta vegna þess að margar ungar múslimakonur hafa mun meira eyðslufé á milli handanna í dag en áður, þar sem þær hafa komið út á vinnumarkaðinn í auknum mæli. Tískumerkin vilja að sjálfsögðu höfða til þessa stóra nýja neytendahóps. Á sama tíma hefur tískuheimurinn líka breyst. Nú er fjölbreytni orðin viðurkenndur hluti af tískunni, í stað þess að vera undantekningin. Fyrir vikið hafa tískufyrirtæki tekið að markaðssetja fjölbreyttari tískuvörur til að höfða til breiðari hóps viðskiptavina. Þó að hógvær tíska njóti mestra vinsælda hjá konum sem aðhyllast Íslam, getur hver sem er tileinkað sér hana. Sumir femínistar eru hrifnir af henni og telja hana valdeflandi og alls kyns konur hrífast af þessum stíl án þess að þekkja hann sem hógværa tísku.Ruba Zai með ofurfyrirsætunni Bellu Hadid og tískuhönnuðinum Alexander Wang.InstagramSterk tengsl við hijab Þar sem hógvær tíska er vinsælust hjá konum sem eru múslimar er hún nátengd tískunni í kringum höfuðklút múslima, sem kallast hijab. En þó að margir tengi þetta saman er hógvær tíska ekki í eðli sínu tíska múslima eða endilega tengd hijab-inu sjálfu. Ruba Zai er af afgönskum uppruna, hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram og hefur tekið þátt í að móta tískuna í kringum hijab. Zai segir að þegar hún byrjaði að tala um tísku og stíl í tengslum við höfuðklútinn hafi enginn í tískuheiminum haft áhuga á hópnum sem notaði hann og sá hópur hafi að sama skapi ekki tengt við fötin sem komu frá þekktum tískumerkjum. Alls kyns merki taka þátt Fyrst markaðssettu tískufyrirtæki hógværa tísku í tengslum við ramadan, aðaltrúarhátíð múslima, en fljótlega fóru framleiðendur að bjóða þessar vörur allan ársins hring og auka úrvalið. Nú er hógvær tíska orðin áberandi á alls kyns tískuhátíðum og viðburðum. Merki eins og H&M, Uniqlo, Tommy Hilfiger, Zara, Nike og jafnvel Dolce & Gabbana eru farin að selja föt í þessum stíl og alls kyns mismunandi hijab-höfuðklúta. Þannig að hógvær tíska hefur fest sig í sessi og er hijab ekki vandræðagripur fyrir konur sem vilja tolla í tískunni, heldur mikilvægur hluti af klæðnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Ný tegund af tísku hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Á ensku kallast hún „modest fashion“, eða „hógvær tíska“ á íslensku. Tískan gengur út á að sýna lítið hold og hefur sterk tengsl við menningu trúarbragða, en tekur á sig ýmsar myndir. Vinsældir hógværrar tísku hafa aukist verulega síðastliðinn áratug og nú er svo komið að stór tískufyrirtæki og alls kyns tískumerki eru farin að hanna og framleiða föt sem eru sérstaklega hugsuð sem hógvær tíska.Engin ein skilgreining Hógvær tíska hefur enga skýra skilgreiningu. Í kjarnann snýst hún um að hylja líkamann á meðvitaðan hátt eins og hverjum finnst þægilegt og klæðast víðum, þægilegum fötum en líta glæsilega út á sama tíma. Hver og einn hefur sína eigin skilgreiningu á því hvað er hógvært og sú skilgreining er að miklu leyti byggð á menningar- og trúarlegum bakgrunni. Þeir sem kjósa að klæða sig samkvæmt hógværri tísku gera það af ýmsum ástæðum. Ákvörðunin kann að vera tekin vegna trúar, menningar eða bara vegna þess að fólki finnst þetta flott og þægilegt. Nýr neytendahópur Ein af stóru ástæðunum fyrir því að hógvær tíska hefur sótt í sig veðrið er að múslimar á Vesturlöndum eyða mun meiru í tískuvörur og fatnað nú en áður. Það er að hluta vegna þess að margar ungar múslimakonur hafa mun meira eyðslufé á milli handanna í dag en áður, þar sem þær hafa komið út á vinnumarkaðinn í auknum mæli. Tískumerkin vilja að sjálfsögðu höfða til þessa stóra nýja neytendahóps. Á sama tíma hefur tískuheimurinn líka breyst. Nú er fjölbreytni orðin viðurkenndur hluti af tískunni, í stað þess að vera undantekningin. Fyrir vikið hafa tískufyrirtæki tekið að markaðssetja fjölbreyttari tískuvörur til að höfða til breiðari hóps viðskiptavina. Þó að hógvær tíska njóti mestra vinsælda hjá konum sem aðhyllast Íslam, getur hver sem er tileinkað sér hana. Sumir femínistar eru hrifnir af henni og telja hana valdeflandi og alls kyns konur hrífast af þessum stíl án þess að þekkja hann sem hógværa tísku.Ruba Zai með ofurfyrirsætunni Bellu Hadid og tískuhönnuðinum Alexander Wang.InstagramSterk tengsl við hijab Þar sem hógvær tíska er vinsælust hjá konum sem eru múslimar er hún nátengd tískunni í kringum höfuðklút múslima, sem kallast hijab. En þó að margir tengi þetta saman er hógvær tíska ekki í eðli sínu tíska múslima eða endilega tengd hijab-inu sjálfu. Ruba Zai er af afgönskum uppruna, hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram og hefur tekið þátt í að móta tískuna í kringum hijab. Zai segir að þegar hún byrjaði að tala um tísku og stíl í tengslum við höfuðklútinn hafi enginn í tískuheiminum haft áhuga á hópnum sem notaði hann og sá hópur hafi að sama skapi ekki tengt við fötin sem komu frá þekktum tískumerkjum. Alls kyns merki taka þátt Fyrst markaðssettu tískufyrirtæki hógværa tísku í tengslum við ramadan, aðaltrúarhátíð múslima, en fljótlega fóru framleiðendur að bjóða þessar vörur allan ársins hring og auka úrvalið. Nú er hógvær tíska orðin áberandi á alls kyns tískuhátíðum og viðburðum. Merki eins og H&M, Uniqlo, Tommy Hilfiger, Zara, Nike og jafnvel Dolce & Gabbana eru farin að selja föt í þessum stíl og alls kyns mismunandi hijab-höfuðklúta. Þannig að hógvær tíska hefur fest sig í sessi og er hijab ekki vandræðagripur fyrir konur sem vilja tolla í tískunni, heldur mikilvægur hluti af klæðnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira